Með of breiðan farm
Ökumaður var í gær kærður af lögreglunni í Keflavík fyrir að vera með of breiðan farm á bifreið sinni. Hámarksbreidd samkvæmt umferðarlögum er 2,50 m. Breiddin á ökutækinu með farminum mældist 3,77 m. Ökumaðurinn var sektaður vegna þessa.
Einn ökumaður var stöðvaður í gærkvöld vegna gruns um ölvun við akstur og annar var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut en hann var mældur á 118 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá varð umferðaróhapp í Vogum í gærkvöld þegar bifhjól og fólksbifreið skullu saman. Engin slys urðu á fólki en bæði ökutækin eru talsvert skemmd.
Einn ökumaður var stöðvaður í gærkvöld vegna gruns um ölvun við akstur og annar var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut en hann var mældur á 118 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá varð umferðaróhapp í Vogum í gærkvöld þegar bifhjól og fólksbifreið skullu saman. Engin slys urðu á fólki en bæði ökutækin eru talsvert skemmd.