Með lítra af landa

Einn lítri af landa fannst í bifreið sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni kvað vin sinn eiga landann og var honum hellt niður.
 
Annar ökumaður sem stöðvaður var vegna gruns um fíkniefnaakstur framvísaði smáræði af kannabis.
 
Fáeinir til viðbótar voru teknir úr umferða vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna og voru viðkomandi ökumenn látnir lausir að afloknum sýnatökum.