Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með liðverkja- og sturtuolíu innan klæða
Þriðjudagur 22. janúar 2013 kl. 07:00

Með liðverkja- og sturtuolíu innan klæða

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr lyfjaverslun í umdæminu, þar sem karlmaður hafði verið staðinn að því að stinga inn á sig varningi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var þar fyrir rúmlega tvítugur maður sem reyndist hafa stungið liðverkjaolíu og sturtuolíu inn á sig.

Hann var einnig með rakspíra innan klæða sem hann kvaðst hafa keypt fyrir nokkru í versluninni. Vörunum var komið til starfsmanna verslunarinnar og vettvangsskýrsla tekin af manninum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024