Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með landa og amfetamín á skemmtistöðum
Miðvikudagur 6. júní 2012 kl. 13:49

Með landa og amfetamín á skemmtistöðum



Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þremur karlmönnum um tvítugt sem allir reyndust vera með ólögleg vímuefni í fórum sínum inni á skemmtistöðum í umdæminu. Einn þeirra framvísaði amfetamíni, sem lögregla haldlagði. Annar var með lítra af landa og hinn þriðji var einnig með landabrúsa meðferðis. Lögregla hellti landanum niður í viðurvist mannanna. Þá var forráðamönnum viðkomandi skemmtistaða gert viðvart um atvikin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024