Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með kókaín undir tungunni
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 15:16

Með kókaín undir tungunni

Íslenskur karlmaður var í fyrradag stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum  sínum. Maðurinn, sem er um fertugt, reyndist hafa falið fíkniefnin í umbúðum undir tungunni. Talið er að um kókaín sé að ræða.  

Lögreglan á Suðurnesjum gerði vettvangsskýrslu í málinu, haldlagði fíkniefnin og að því búnu var maðurinn frjáls ferða sinna. Hann á yfir höfði sér refsingu fyrir brot sitt.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024