Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með kókaín undir hárkollu
Mánudagur 20. ágúst 2012 kl. 16:00

Með kókaín undir hárkollu

Rúmlega fertug kona situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hún var tekin með fíkniefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við hefðbundið eftirlit tollgæslu.

Rúmlega fertug kona situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hún var tekin með fíkniefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við hefðbundið eftirlit tollgæslu. Konan, sem er lettnesk, kom með flugi frá Spáni í byrjun mánaðarins.  Grunur vaknaði um að hún hefði fíkniefni í fórum sínum og undir hárkollu sem hafði verið saumuð rækilega við hár hennar fannst pakki sem innihélt um 700 grömm af kókaíni. Talið er að efnið hafi verið ætlað til sölu hér á landi og að konan sé burðardýr. Hún hefur áður komið hingað til lands, en ekki fyrr komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar mál konunnar sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024