Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með kannabistól að tína sveppi
Föstudagur 28. september 2012 kl. 14:18

Með kannabistól að tína sveppi

Lögreglan á Suðurnesjum veitti athygli pilti sem var að tína sveppi á túninu framan við lögreglustöðina í Keflavík í vikunni. Þarna reyndist vera á ferðinni tæplega tvítugur góðkunningi lögreglu. Hann viðurkenndi að vera í sveppaleiðangri. Aðspurður gaf hann lögreglumönnum leyfi til að kíkja í bakpoka sem hann hafði meðferðis. Þar fundust vog og áhald til kannabisreykinga, auk hluta sem grunur leikur á að hafi verið teknir ófrjálsri hendi.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024