Með kannabis á skrifborðinu
Lögreglan á Suðurnesjum fann kannabisefni og –fræ í íbúðarhúsnæði í umdæminu í gærdag. Mikil kannabisþefur kom frá íbúðinni og vísaði húsráðandi lögreglumönnum á efni á skrifborði. Við eftirgrennslan fundust einnig kannabisefni og –fræin víðar í húsnæðinu. Tekin var vettvangsskýrsla af húsráðanda sem játaði að eiga efnin og kvaðst hafa fundið þau.
Þá var ungur ökumaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur. Málið var tilkynnt til barnaverndarnefndar að loknum sýnatökum.