Með hass í bíl á Sólvallagötunni
Á sunnudagsmorgun kl. 05:12 var akstur bifreiðar stöðvaður á Sólvallagötu í Keflavík. Við athugun á vettvangi fannst 1 gr. af kannabis (hassmoli) á gólfi bifreiðarinnar. Tvítugur ökumaður og tveir farþegar á sama aldri voru því handteknir og fæðir á lögreglustöðin í Keflavík. Við nánari leit í bifreiðinni á lögreglustöðinni fannst annað gramm (hassmoli). Annar farþeginn viðurkenndi að eiga efnið. Hann var vistaður í fangaklefa og var látinn laus að lokinni yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni.Ökumanninum og hinum farþeganum var sleppt strax að lokinni leit á þeim og í bifreiðinni.