Með froskalappir í fallhlíf!
Björgunarsveit Varnarliðsins var við æfingar á Faxaflóa í dag. Björgunarmenn köstuðu sér úr mikilli hæð frá þyrlu Varnarliðsins með fallhlífar og froskalappir. Þannig svifu þeir til jarðar og biðu þess sem verða vildi. Lendingin var blaut, því þeir fjórir fallhlífarmenn sem Víkurfréttir fylgdust með fóru allir í sjóinn um sjómílu frá landi. Þar mátti sjá björgunarbáta bjarga þeim um borð, áður en illa færi. Aldan var þung en ekki er annað vitað en allt hafi farið vel.
VF-myndir: Hilmar Bragi
VF-myndir: Hilmar Bragi