Með fjóra veglega túnfiska
Stafnes KE kom til hafnar í Grindavík aðfaranótt sunnudags með fjóra túnfiska innanborðs. Fiskarnir voru veglegir, allt að 2,3 metrar að lengd. Báturinn var að veiðum um 200 mílur beint suður af Reykjanesi.
Stafnes er eini íslenski báturinn sem stundar túnfiskveiðar um þessar mundir. Hinsvegar stunda japönsk skip túnfiskveiðar á svipuðum slóðum.