Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með fjóra kannabispoka í nærbuxunum
Laugardagur 2. nóvember 2013 kl. 08:26

Með fjóra kannabispoka í nærbuxunum

Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera með fjóra poka með kannabisefnum í nærbuxum sínum, þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í fyrrakvöld. Lögreglumaður veitti manninum athygli þar sem hann hélt til fyrir framan fjölbýlishús og virtist vera að bíða eftir einhverjum. Hann varð mjög flóttalegur þegar lögreglumaðurinn hafði tal af honum og eftir að hann hafði neitað að hlýða fyrirmælum var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem pokarnir fundust á honum.

Annar karlmaður, einnig á þrítugsaldri var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabis. Lögregla fór í húsleit á heimili hans, að fengnum dómsúrskurði. Þar fundu lögreglumenn talsvert af tóbaksblönduðu kannabisefni og fimm neysluskammta af amfetamíni, sem geymdir voru í ísskáp.

Loks var ökumaður handtekinn, en sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024