Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með fimm eðlur í ferðatöskunni
Miðvikudagur 10. maí 2017 kl. 10:10

Með fimm eðlur í ferðatöskunni

Fimm eðlur fundust nýlega í ferðatösku ferðalangs í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Tollverðir stöðvuðu ferðalanginn við hefðbundið eftirlit er hann var að koma frá Barcelona. Í frétt á vef Tollsins segir að eðlurnar fimm hafi verið í plastbúri í ferðatösku ferðalangsins. Eðlurnar voru með salatblöð og fleira góðgæti í nesti í búrinu.

Tollverðir lögðu hald á eðlurnar þar sem óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, samkvæmt lögum um innflutning dýra. Eðlunum var komið á dýraspítala þar sem bundinn var endir á líf þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024