Með fíkniefni innvortis
Rúmlega tvítug kona var stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrradag við hefðbundið eftirlit tollgæslu vegna gruns um að hún væri með fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum færði konuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist hún vera með eina pakkningu af meintu hassi innvortis. Málið telst upplýst.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma gjaldfrjálst á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd.