Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með fíkniefni í gúmmíhanska
Föstudagur 3. október 2014 kl. 10:06

Með fíkniefni í gúmmíhanska

Hann hafði ekki er­indi sem erfiði er­lendi ferðamaður­inn sem ætlaði ný­verið að koma með fíkni­efni inn í landið í gegn­um Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Efn­in hafði hann falið í gúmmí­hanska í far­angri sín­um. Toll­verðir stöðvuðu hann í grænu hliði og fundu efn­in við hefðbundna leit, seg­ir í frétt frá toll­in­um um málið.

Maður­inn, sem fædd­ur er 1985, var að koma frá Berlín, þegar för hans var  stöðvuð.

Toll­stjóri minn­ir á fíkni­efn­asím­ann 800-5005. Í hann má hringja nafn­laust til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um um fíkni­efna­mál. Fíkni­efn­asím­inn er sam­vinnu­verk­efni lög­reglu og tol­lyf­ir­valda og er liður í bar­átt­unni við fíkni­efna­vand­ann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024