Með fíkniefni í gúmmíhanska
Hann hafði ekki erindi sem erfiði erlendi ferðamaðurinn sem ætlaði nýverið að koma með fíkniefni inn í landið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Efnin hafði hann falið í gúmmíhanska í farangri sínum. Tollverðir stöðvuðu hann í grænu hliði og fundu efnin við hefðbundna leit, segir í frétt frá tollinum um málið.
Maðurinn, sem fæddur er 1985, var að koma frá Berlín, þegar för hans var stöðvuð.
Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.