Með fíkniefni í bílnum og ók undir áhrifum

Tveir karlmenn voru teknir með meint fíkniefni í fórum sínum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni.

Í nott stöðvaði lögregla ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann heimilaði leit í bifreið sinni og þar fundust efnin.

Áður höfðu lögreglumenn fundið nokkurt magn af fíkniefnum við húsleit, að fenginni heimild, í íbúðarhúsnæði karlmanns.