Með dýpstu lægðum sem sést hafa við landið
Lögreglan á Suðurnesjum varar við vægast sagt djúpri lægð sem er væntanleg upp að landinu á miðvikudag og mun hafa áhrif á Reykjanessskaganum á miðvikudag og fimmtudag, ef spár ganga eftir.
„Fræðingarnir segja þetta með dýpstu lægðum sem sést hafa við Íslands strendur og viljum við því vera tímanlega með láta ykkur vita af þessu þar sem ekkert ferðaveður verður á þessu tímabili standist þessi spá. Vonandi eru allir búnir með jólaafgangana og því kjörið að fara út á morgun og tryggja allt lauslegt og henda svo í góðan kakóbolla og ilmandi Hjónabandssælu og vera klár í veðrið,“ segir í færslu hjá lögreglunni á Suðurnesjum á Facebook.