Með amfetamín á skemmtistað
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af karlmanni á þrítugsaldri, þar sem hann var staddur fyrir utan skemmtistað í Keflavík. Grunur lék á að hann hefði fíkniefni í fórum sínum. Spurður hvort svo væri svaraði hann því játandi og framvísaði meintu amfetamíni. Hann var handtekinn og tekin af honum skýrsla.
Maðurinn, sem margoft hefur komið við sögu hjá lögreglu, á yfir höfði sér ákæru fyrir ofangreint brot, svo og fleiri sem hann hefur á samviskunni.