Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með amfetamín, kannabis og fræ
Miðvikudagur 23. apríl 2014 kl. 10:27

Með amfetamín, kannabis og fræ

Rúmlega þrítugur karlmaður var staðinn að vörslu amfetamíns hýbýlum sínum, þegar lögreglan á Suðurnesjum fór í húsleit þar um nýverið. Efnið geymdi maðurinn í frystihólfi í ísskáp á heimili sínu.
 
Meðleigjandi hans, sem einnig var á vettvangi, framvísaði kannabisefnum og kannabisfræjum.
 
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024