Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með 240 metra „orm“ í eftirdragi
Myndir: Eyþór Sæm og Einar Guðberg
Mánudagur 20. ágúst 2012 kl. 11:01

Með 240 metra „orm“ í eftirdragi

Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvað var um að vera niður við Keflavíkurhöfn nú síðastliðinn föstudag.

Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvað var um að vera niður við Keflavíkurhöfn nú síðastliðinn föstudag enda töluvert að fólki komið þar saman seinni part dags. Það var óneitanlega sjónarspil að sjá dráttarbátinn Auðunn með langan hala í eftirdragi frá Fitjum í Njarðvík að Keflavíkurbryggju. Þarna var um að ræða 240 metra langa skólplögn sem minnti helst á sjálfan Lagafljótsorminn. Lögnin var þar tengd en verkið sem er ætlað að klárist í september hefur verið í vinnslu síðan í maí.

Meðfygljandi myndir tóku Eyþór Sæmundsson og Einar Guðberg Gunnarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024