Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með 2000 skammta af stinningarlyfi í Leifsstöð
Þriðjudagur 15. febrúar 2011 kl. 12:43

Með 2000 skammta af stinningarlyfi í Leifsstöð

Rúmlega fimmtugur karlmaður var stöðvaður í Leifsstöð í liðinni viku með um 2000 skammta af stinningarlyfinu Kamagra í ferðatösku á leið til landsins frá Thailandi, með millilendingu í Kaupmannahöfn.


Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra telst þessi innflutningur á lyfinu vera brot á lyfjalögum og varðar því væntanlega sektum, ekki fangelsi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Götuverð á Kamagra mun vera 4500 krónur fyrir skammtinn þannig að 2000 töflur færu á um 9 milljónir króna.