Mávar á Meistaramóti
Það var heldur betur fallegt um að lítast í Leirunni í gær. Á meðan golfleikarar spiluðu á meistaramótinu kepptust mávarnir um að komast í feitt. Greinilega var mikið af æti í sjónum því fuglar hvaðanæva af golfvellinum flugu í átt að Bergvíkinni þar sem hundruð máva voru komnir saman. Öskrin í fuglunum voru svo mikil að sumir golfleikarana héldu að stórtogari væri að sigla framhjá en þeir létu það þó ekki trufla sig. Ljósmyndari Víkurfrétta lét aftur á móti trufla sig og náði þessari mynd af fuglaþvögunni þar sem þeir rifust um matinn. Til gamans má benda á grein þar sem hugleiðingar um máva koma fram en hana má finna hér.
Myndin: Mávarnir slógust rétt fyrir utan þriðju holuna í Leirunni er nefnist Bergvíkin VF / Atli Már Gylfason