Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Matylda styrkt með ágóða Pétursmótsins
Matylda með Töru Lynd, Magnúsi og Margréti. Hún var að vonum glöð og þakklát fyrir styrkinn en þessi flotta stelpa, sem hefur m.a. stundað júdó og fimleika, var svolítið þreytt þegar styrkurinn var afhentur enda að ganga í gegnum erfiða lyfjameðferð þessa dagana sem reynir talsvert á hana. VF/JPK
Fimmtudagur 5. október 2023 kl. 09:21

Matylda styrkt með ágóða Pétursmótsins

Pétursmótið í körfuknattleik var haldið í Blue-höllinni í síðasta mánuði en körfuknattleiksdeild Keflavíkur heldur mótið á hverju ári til minningar um osteopatann Pétur Pétursson sem lést árið 2016. Það voru Keflvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en karlalið Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Þróttar tóku þátt í Pétursmótinu í ár.

Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, afhenti Margréti Þórarinsdóttur, ekkju Péturs, og börnum þeirra, Töru Lynd og Magnúsi, allan ágóða mótsins í byrjun vikunnar en það voru 900 þúsund krónur sem Margrét, Tara Lynd og Magnús voru beðin að ráðstafa til góðra verka í samfélaginu á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskylda Péturs ákvað að ágóðinn skildi renna til Matylda Bergdísar Wiak og fjölskyldu hennar en Matylda, sem er þrettán ára gömul og nemandi í Holtaskóla, greindist með hvítblæði í mars á þessu ári og er fjölskyldan því að ganga í gegnum erfiða tíma í veikindum hennar.

Amma, mamma og pabbi Matylda; Natalia Witczak, Izabela Wiak-Witchak, Maciej Wiak, Tara Lynd Pétursdóttir, Matylda, Magnús Pétursson, Margrét Þórarinsdóttir og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.