Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2 í meðferð hjá Skipulagsstofnun
Þriðjudagur 20. mars 2018 kl. 17:02

Matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2 í meðferð hjá Skipulagsstofnun

„Kynningu á drögum að tillögu að matsáætlun vegna umhverfismats Suðurnesjalínu 2 er nýlokið og liggur nú matsáætlunin til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Þar er gert ráð fyrir umhverfismati á loftlínu- og jarðstreng.“ Þetta kemur fram í svari frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um orkunotkun á Suðurnesjum en
Alþingismaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði inn fyrirspurn til iðnaðarráðherra vegna orkuþarfar á Suðurnesjum og Suðurnesjalínu 2.

Hámarks raforkunotkun á Suðurnesjum var 2017 90 MW miðað við gögn raforkuspárnefndar og samkvæmt raforkuspá mun almenn afhending á dreifikerfinu á Suðurnesjum aukast um 10% fram til 2020 og um 91% alls til 2050.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árleg meðalauking þessarar notkunar er 1,9% og er þetta er áætluð orkuþörf á Suðurnesjum til næstu tíu ára og til næstu tuttugu ára. Á Suðurnesjum er útlit fyrir að eftirspurn eftir raforku muni aukast hraðar en annars staðar á landinu þar sem áætlað er að raforkunotkun í gagnaversiðnaði muni aukast verulega á næstu misserum. Stór hluti þess iðnaðar er staðsettur á Suðurnesjum. Reikna má með að vegna þessa þurfi að auka afhendingarmöguleika á svæðinu um 70 MW á næstu árum.

Þessu til viðbótar eru í gildi skuldbindingar vegna mögulegs orkuflutnings til aðila á Suðurnesjum á allt að 127 MW. Samkvæmt raforkuspá má búast við að aflþörf afhendingarstaða á Suðurnesjum verði 136 MW árið 2040. Að viðbættum 70 MW vegna gagnavera og 127 MW vegna ofangreindra skuldbindinga Landsnets má reikna með að hámarksaflþörf á Suðurnesjum geti orðið 333 MW árið 2040.

Silja spurði hver staðan væri á lagningu Suðurnesjalínu 2.
Áætlað er að unnið verði að rannsóknum í sumar og er gert ráð fyrir að matinu ljúki með úrskurði Skipulagsstofnunar um næstu áramót. Framkvæmdir við línulögnina gætu því hafist síðla árs 2019 og verið lokið 2020 ef áætlanir ganga eftir. Í áætluninni er gert ráð fyrir að línulögnin verði unnin í góðu samkomulagi við hagsmunaaðila og málsmeðferð verði með eðlilegum hætti hjá stofnunum og sveitarfélögum sem framkvæmdina varða. Landsneti er í mun að hraða framkvæmdinni sem mest þar sem þróun álagsaukningar á Suðurnesjum hefur verið hraðari en reiknað var með.“