Fréttir

Matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar
Fimmtudagur 19. júlí 2018 kl. 13:45

Matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar

Isavia hefur til kynningar á vefnum tillögu að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar. Isavia er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf.

Í drögum að tillögu að matsáætlun er m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi:

Framkvæmdum til ársins 2025, helstu áhrifaþáttum framkvæmda, hvernig staðið verði að mati á umhverfisáhrifum; matsspurningar, gögn sem verður stuðst við og nýjar rannsóknir sem verður aflað. Fyrirkomulagi kynninga og samráðs og framsetningu gagna í frummatsskýrslu.
                                                
Drögin eru aðgengileg á vefsíðu Isavia, www.isavia.is, á sérstöku svæði sem nefnist „Stækkun flugvallar“. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drögin á netfangið [email protected] eða VSÓ Ráðgjöf, Borgartún 20, 105 Reykjavík.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 31. ágúst n.k.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024