Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Matreiðslumaður hjá Lava sigrar í eftirréttakeppni
Miðvikudagur 2. nóvember 2011 kl. 15:58

Matreiðslumaður hjá Lava sigrar í eftirréttakeppni

Þórður Matthías Þórðarson, matreiðslumaður Lava, veitingastaðar Bláa Lónsins hf. sigraði í eftirréttakeppni Garra ehf á sýningunni Stóreldhús 2011 sem haldin var nýlega. Sigurrétturinn er súkkulaði ganache með myntuhlaupi, kakó sírópi og mojito sorbet.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórður sagði að það hefði verið skemmtilegt og krefjandi að taka þátt í keppninni og að sigurinn hefði komið ánægjulega á óvart.

Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Bláa Lónsins, sagði að það ríkti mikill metnaður og skemmtilegt andrúmsloft á meðal matreiðslumanna Bláa Lónsins og að sigurinn væri mikil hvatning fyrir starfsfólk til að halda áfram á sömu braut. "Eftirrétturinn verður fljótlega í boði á matseðli Lava sagði Viktor að lokum.