Matorka vill tvöfalda eldistöð sína að Húsatóftum
Matorka ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna stækkunar og umhverfisáhrifa eldisrýmis við fiskeldisstöð sína í Grindavík úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn og er þetta því tvöföld stækkun á fiskeldi þeirra.
Fiskeldisstöð Matorku í Grindavík er staðsett að Húsatóftum en þar er seiðaeldi í eldri stöð og áframeldi í nýrri stöð, en hún er á efra svæði. Einnig fer fram vinna á eldifiski í fiskvinnsluhúsi í Grindavík.
Matorka er með 3.000 tonna fiskeldisframleiðslu á bleikju, laxi og urriða í dag en ef áform þeirra ganga eftir verður eldistöð þeirra tvöföld eða 6.000 tonn.
Nánar er hægt að lesa um tillöguna hér.