Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Matarlyst/Atlanta: Framleiða 2500 máltíðir á dag næsta vetur
Fimmtudagur 21. júlí 2005 kl. 14:25

Matarlyst/Atlanta: Framleiða 2500 máltíðir á dag næsta vetur

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í morgun að taka tilboði Matarlystar/Atlanta í skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Matarlyst mun því næsta vetur framleiða um 2500 máltíðir á dag en fyrirtækið útbýr máltíðir fyrir 16 skólastofnanir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Auk skólanna í Reykjanesbæ, þá bættust þrír skólar í Reykjavík í hóp viðskiptavina Matarlystar/Atlanta í morgun.

Axel Jónsson, framkvæmdastjóri Matarlystar / Atlanta sagði í samtali við Víkurfréttir nú áðan að með þessari viðbót fjölgi starfsmönnum um 15 hjá fyrirtækinu og einnig þarf Matarlyst að bæta við eldhúsrými og hefur verið tekið á leigu húsnæði til að svara eftirspurninni.

Matarlyst/Atlanta er  brautryðjandi í því bjóða sveitarfélögum og öðrum  rekstraraðilum skóla upp á nýjungar í framreiðslu máltíða innan  skólanna.   Hugmyndina fékk Axel þegar hann rak flugeldhús  Atlanta en hún gengur út á það að framreiða máltíðir á sambærilegan máta og gert er í millilandaflugi.

Mjög háum gæðastöðlum er fylgt við allan undirbúning matreiðslunnar og má m.a. nefna að  innan fyrirtækisins er starfandi sérstakur næringafræðingur sem  sér til þess að allur matur innihaldi þau næringarefni sem nemendum,  kennurum og öðrum eru nauðsynleg við sín daglegu störf.

„Máltíðirnar eru allar forlagaðar hjá okkur og síðan snöggkældar. Maturinn  fer síðan í gegnum loka frágang áður en hann er fluttur í skólana í sérstökum hitaskápum.    Heilbrigðiseftirlit hvers sveitarfélags fylgir því eftir að farið  sé eftir settum reglum hverju sinni“, sagði Axel um það með hvaða ætti máltíðirnar væru útbúnar fyrir skólanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024