Matarlyst sér um mötuneyti í Gerðaskóla
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að ganga til samninga við Axel Jónsson hjá Matarlyst um sölu á máltíð í Gerðaskóla. Axel selur hverja máltíð á 333 krónur, inní þeirri tölu er starfsmaður sem skammtar á diska og gengur frá.
Unnið verður að því að koma upp eldhúsi í mötuneytinu og verður því fljótlega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu. Bæjarráð hefur samþykkt að niðurgreiða hverja máltíð um 100 krónur, hver nemandi greiðir því 233 krónur.
VF-mynd úr safni