Marta komst yfir Grænlandsjökul
Marta Guðmundsdóttir náði takmarki sínu um helgina þegar hún lauk göngu sinni þvert yfir Grænlandsjökul til styrktar krabbameinsrannsóknum. Verður sérstök móttaka í kvöld hjá Krabbameinsfélaginu til að fagna afreki hennar og heimkomu. Marta lagði af stað þann 20. maí og var því þrjár vikur í göngunni.
„Þetta er ótrúlega skrýtið en samt svo gott að vera komin á leiðarenda. Líður vel, er þreytt og aum og sviðin í andliti, öll marin og blá, en glöð og pínu montin!" skrifar Marta í dagbók sína við leiðarlok.