Marta Guðmundsdóttir látin
Marta Guðmundsdóttir, kennari úr Grindavík sem gekk þvert yfir Grænlandsjökul fyrr á árinu, lést á krabbameinsdeild Landsspítalans sl. þriðjudag, 37 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eina dóttur, Andreu Björt Ólafsdóttur, sem er 12 ára.
Marta vakti landsathygli sl. vor þegar hún gekk þvert yfir Grænlandsjökul, tæpu ári eftir að hún lauk meðferð vegna brjóstakrabbameins, bæði til að safna fé til að berjast gegn brjóstakrabbameini og eins til að vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun.
Hún sinnti starfi sínu við Grunnskóla Grindavíkur allt þar til fyrir skemmstu er hún greindist með illvíg meinvörp í höfði.
Heimild: vísir.is
Marta vakti landsathygli sl. vor þegar hún gekk þvert yfir Grænlandsjökul, tæpu ári eftir að hún lauk meðferð vegna brjóstakrabbameins, bæði til að safna fé til að berjast gegn brjóstakrabbameini og eins til að vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun.
Hún sinnti starfi sínu við Grunnskóla Grindavíkur allt þar til fyrir skemmstu er hún greindist með illvíg meinvörp í höfði.
Heimild: vísir.is