Markaðstækifæri í Kína fyrir Suðurnesjafyrirtæki
Stjórnendur nokkurra fyrirtækja í Reykjanesbæ fóru undir forystu Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra, í opinbera ferð til Shanghai í Kína dagana 17.-24. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki í Reykjanesbæ fara í slíka ferð en að sögn Ellerts var hún mjög gagnleg og einstaklega vel skipulögð. Silja Dögg Gunnarsdóttir kom að máli við bæjarstjórann og spurði hann spjörunum úr varðandi ferðina og upplifun hans af landi og þjóðKynnti hugbúnað SoftuFerðin til Shanghai var farin fyrir tilstilli Hr. Wang sendiherra Kína á Íslandi í framhaldi af heimsókn Kínverja á Reykjanesskagann sl. haust. Í íslensku sendinefndinni voru Ellert Eiríksson, Bjarni Kristjánsson frá hugbúnaðarfyrirtækinu Softu, Guðmundur Gunnarsson frá Ice Group, sem er fiskútflutnings- og ráðgjafafyrirtæki, og Kristján Finnsson, frá KK-gámum.Makar Bjarna og Ellerts fóru einnig með í ferðina, svo hér var um einvalalið að ræða. „Ferðin var mjög vel skipulögð en kínverska sendiráðið sá um undirbúning hennar ásamt utanríkisþjónustu Shanghaiborgar, einnig átti bæjarstjórinn í Grindavík Einar Njálsson hlut að máli. Við vorum á fundum frá morgni til kvölds og hittum fulltrúa fjölda fyrirtækja sem geta tengst framleiðslu íslensku fyrirtækjanna á einn eða annan hátt. Við hittum t.d. fulltrúa hugbúnaðardeildar Bao Steel, sem er stærsti stálframleiðandi Shanghai, með 12 millj. tonn af stáli í ársframleiðslu. Við heimsóttum líka Shanghai Electrical Company, sem framleiðir raforku og gufutúrbínur. Bjarni kynnti hugbúnað Softu, en Softa er með stýribúnað fyrir stóriðju, þungaiðnað og raforkuver. Að mínu mati hafði Bjarni örugglega erindi sem erfiði“, segir Ellert og bætir við að hið sama megi segja um fulltrúa hinna íslensku fyrirtækjanna.Íslenskir gámar á heimsmarkaðÍslenski hópurinn hitti einnig fulltrúa China Eastern Airlines, semn framleiðir gáma. „Við fengum fund með þeim og skoðuðum verksmiðjuna. Kristján frá KK-gámum, framleiðir gáma fyrir flugfrakt. Þeir eru sérstaklega léttir og hægt að leggja þá saman. Hann er um þessar mundir að opna fyrirtæki í Frakklandi og hefur einnig áhuga á að hefja starfsemi í Reykjanesbæ. Starfsemin felst í samsetningu á gámum og brettum úr áli fyrir flugfrakt á heimsmarkaði“, segir Ellert og bætir við að sá markaður sé mjög stór.Ice Group„Guðmundur Gunnarsson, frá Ice Group, komst í samband við stærsta fiskveiðifyrirtækið þeirra, Shanghai Fisheries, og einnig annað matvælafyritæki. Guðmundur var að sækjast eftir samstarfi við að flytja út loðnu til Shanghai og láta vinna hana þar. Hugmyndin er að flytja loðnuna þaðan og dreifa henni á Japansmarkað“, segir Ellert og af þessari upptalningu má sjá að ýmislegt var brallað í Shanghai og eflaust á ferðin eftir að leiða til aukins samstarfs Kínverja og Íslendinga á ýmsum sviðum.Alþjóðlegt viðskiptaumhverfiAð sögn Ellerts var ferðin í boði æðstu manna Shanghaiborgar og því stóðu Íslendingunum allar dyr opnar. Eins og fyrr segir heimsóttu þeir fjölmörg fyrirtæki og einnig menn eins og varaborgarstjóra Shanghai og markaðsskrifstofu borgarinnar og sérstaka markaðsskrifstofu Pudong svæðis. Ellert viðurkennir að það hafi komið honum á óvart hvað Shanghai var nútímaleg borg, og það var fátt sem minnti á gamla Kína, en í borginni búa nú 18 milljónir manna. „Kínverjar ákváðu að opna glugga til Vesturlanda um 1990. Síðan þá hefur mikil uppbygging átt sér stað og nú eru um 300 skýjakljúfar í borginni. Fjármálamarkaðurinn hefur einnig þanist út en Kínverjar eru einnig framarlega í hátækniiðnaði og hugbúnaðargerð. Þeir eru búnir að fá nánast hvert einasta stórfyrirtæki í heiminum til að fjárfesta“, segir Ellert. Á meðan íslenska sendinefndin dvaldi í Shanghai birtist grein í „Mogganum“ China Daily, um vaxandi viðskipti við Vesturlönd. Í henni kom m.a. fram að Kínverjar hefðu sent um 300 þúsundunga Kínverja frá sér til náms á Vesturlöndum á síðustu árum og nú væri þetta fólk að snúa til baka með haldgóða þekkingu á markaðskerfi Vesturlanda. „Þetta unga fólk er nú að taka við af skriffinnum sem voru menntaðir í Sovétríkjunum sálugu, þannig að viðskiptaumhverfið er aðgerbreytast“, segir Ellert.Hröð uppbygging á flestum sviðum„Allt sem er þarna er í svo stórum stíl að maður á vont með að gera grein fyrir því. Þeir eru t.d. búnir að byggja nýjan flugvöll, en nú eru tveir alþjóðaflugvellir í borginni. Flugstöðin er með 40 landganga en til samanburðar má geta þess að Leifsstöð hefur átta landganga“, segir Ellert og er greinilega upprifinn af þessari hröðu uppbygginu sem þarna hefur átt sér stað á fáum árum. Hann bendir einnig á að Shanghai sé alþjóðleg borg og þar af leiðandi hafi ferðamannastraumur þangað margfaldast. „Við gistum á hóteli í miðborginni og fyrir framan hótelið var gata sem var sjö akgreinar í hvora átt. Ofan við götuna höfðu þeir byggt þriggja akgreina hraðbraut í hvora átt á stöplum“, segir Ellert en minnist þess ekki að hafa fundiðfyrir hávaða frá akbrautinni.Mannfjölgun stórt vandamálÍslendingarnir brugðu sér út fyrir borgina og heimsóttu t.d. silkiborgina Suzhou, sem er þekkt fyrir listilegan silkiútsaum og blómaskrúð. „Við fengum líka að fara til bæjarins Mudu. Þar framleiða þeir sement og múrsteina. Þar sáum við gamla Kína“, segir Ellert. „Við gengum um borgina og þarna voru mannvirki, brýr, götur og hús, um 300 ára gömul. Aðbúnaður fólks á þessu svæði var misgóður og oft fátæklegur miðað við Vesturlönd“, segir Ellert. Íslendingarnir óku um kínverskar sveitir undir leiðsögn fulltrúa Kommúnistaflokksins en það er virðingarstaða að vera meðlimur Kommúnistaflokksins. Ellert veitti þríhyrningslaga basthöttum bænda sérstaka athygli, en bændurnir unnu hörðum höndum við að yrkja landið hvert sem litið var. „Landið er þrautræktað og Kínverjar eru mjög iðjusamir. Þeir vinna alla daga og gera ekki miklar kröfur til lífsgæða, enda tekst þeim að brauðfæða alla þjóðina. Í dag eru Kínverjar orðnir 1230 milljónir og mannfjölgun er helsta vandamál þeirra. Þeir gera ráð fyrir að ná jöfnuði í fólksfjölgun árið 2040, en þá verða þeir orðnir 1600 milljónir. Eftir það á þeim að fækka“, segir Ellert og bætir við að Kínverjar hafi verið mjög opnir fyrir að ræða um vandamál Kína, t.d. afleiðingar menningarbyltingarinnar. Einnig ræddu þeir mjög framtíðaráform Kínverja næstu hundrað árin. Ellert segir þó ekkert hafi verið minnst á mannréttindabrot í Kína. „Ég hef engar forsendur til þeirra umræðna og sjálfsagt eru mannréttindabrot framin víða eins og t.d. meðferð Tyrkja á máli Soffíu Hansen.“Mikið framboð af ódýru vinnuafliVegna mikillar fólksfjölgunar er gífurlegt framboð af vinnuafli í Kína. Það hafa erlend fyrirtæki nýtt sér því laun í landinu eru lág og framleiðslukostnaður því í lágmarki. „Lægstu laun í Kína eru um 45 þús. ísl. kr. á ári en meðallaun liggja á bilinu 90 til 200 þúsund ísl. kr. áári. Þetta eru mjög lág laun en það er líka ódýrara fyrir þá að lifa. Kínverjar eiga fæstir bíla en hins vegar nota þeir mikið almenningsvagna og reiðhjól. Ég geri því ráð fyrir að einkaneysla þeirra sé tiltölulega lág“, segir Ellert.Reykjaneshorn á bókasafninu„Í kveðjukvöldverði færðum við bókasafni Shanghaiborgar að gjöf 6 eintök af Íslendingasögunum á kínversku sem voru að koma út þessa dagana. Með þeim fylgdi ósk um að það yrði sett upp sérstakt Reykjaneshorn í borgarbókasafninu í Shanghai og þangað munum við senda eftir efnum og ástæðum bókmenntir sem að tengjast okkur.“Góð ferðAðspurður segist Ellert vera ánægður með ferðina en á næstu vikum og mánuðum er von á kínverskum embættismönnum til Íslands, á vegum hinna ýmsu ráðuneyta. „Tilgangur þessarar ferðar var fyrst og fremst að sýna okkur og sjá aðra og stofna til langvarandi menningar- og viðskiptasambanda milli Reykjaness og Shanghai. Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar mun nú taka við málinu og sinna frekari samskiptum við markaðsskrifstofuþeirra í Shanghai. Þeir vita nú hverjir við erum og hvað við höfum að bjóða. Það tekur hins vegar oft langan tíma að koma á viðskiptatengslum en þessi fyrsta ferð var farin með langtímamarkmið í huga“, segir Ellert og er vongóður um framhaldið.