Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Markaðsstofa Reykjaness í samstarf við Íslenska ferðaklasann
Fimmtudagur 24. nóvember 2016 kl. 13:51

Markaðsstofa Reykjaness í samstarf við Íslenska ferðaklasann

Fulltrúar Markaðsstofu Reykjaness og Íslenska ferðaklasans undirrituðu síðasta þriðjudag samstarfsyfirlýsingu um eflt samstarf og samvinnu á milli landshlutas og ferðaklasans sem vinnur á landsvísu.

Á vef Markaðsstofu Reykjaness segir að aðilar að samstarfsyfirlýsingunni muni beita sér fyrir því að koma á skilgreindum verkefnum á sviði uppbyggingar í ferðaþjónustu auk þess að miðla fræðslu og þekkingu meðal ferðaþjónustuaðila. Þá munu aðilar standa fyrir sameiginlegum viðburðum, ráðstefnum, námskeiðum, fjarfundum og öðru sem við á hverju sinni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, Kjartan Már Kjartansson, formaður stjórnar Markaðsstofu Reykjaness, Ásta Krisín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans og Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Dubliner
Dubliner