Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Markaðsátaki í ferðaþjónustu á Reykjanesi hrundið af stað
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 16:27

Markaðsátaki í ferðaþjónustu á Reykjanesi hrundið af stað

Hrundið hefur verið af stað markaðsátaki fyrir Reykjanes undir slagorðinu „Ísland sækjum það heim“  Að átakinu standa Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum Ferðamálaráð, ferðaþjónustufyrirtæki á Reykjanesi og Upplýsingamiðstöð Reykjaness. Um helgina hefst átakið með birtingu 40 mismunandi útvarpsauglýsinga sem munu hljóma á Rás 2 og Bylgjunni. Auglýsingarnar höfða allar til hins almenna ferðamanns og eru til að efla ímynd Reykjaness og kynna ferðaþjónustu á svæðinu.

Ferðaþjónustuaðilum á Reykjanesi var boðin þátttaka í átakinu fyrir ákveðna peningaupphæð og fengu í staðinn nafn síns fyrirtækis nefnt en að öðru leyti verður Reykjanesið kynnt í heild sinni.  Lögð verður áhersla á að kynna Upplýsingamiðstöð Reykjaness og þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða.

Myndin: Frá bátasafni Gríms í DUUS-húsum.

Hér má heyra eina útvarpsauglýsinguna í markaðsátakinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024