María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur
Keflvíkingurinn María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda, er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.
Tónlistarborgin Reykjavík er nýtt þróunarverkefni á vegum Reykjavíkurborgar en María Rut hefur undanfarin ár verið umboðsmaður tónlistarfólks, þar á meðal Ásgeirs Trausta. Hún var framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna í nokkur ár og hefur einnig verið dagskrárstjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. María hefur skipulagt stórtónleika Ljósanætur í Reykjanesbæ og kennt verkefnastjórnun hjá Listaháskóla Íslands.
María er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en hún lærði einnig skapandi verkefna- og viðskiptastjórnun í KaosPilot skólanum í Árósum.