Margvísleg fíkniefni í blóði ökumanna
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá ökumenn vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu. Sýnatökur leiddu í ljós að tveir ökumannanna höfðu neytt margvíslegra fíkniefna.
Annar þeirra viðurkenndi neyslu á morfíni, rítalíni, amfetamíni og kannabis. Hinn reyndist hafa neytt amfetamíns og ópíumblandaðra efna. Sýnatökur staðfestu að þriðji ökumaðurinn hafði neytt kannabisefna.
Tveir ökumannanna eru rúmlega tvítugir en sá þriðji rúmlega fertugur.