Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Margt um manninn á formlegri opnun Púlsins í Sandgerði
Laugardagur 1. febrúar 2003 kl. 15:19

Margt um manninn á formlegri opnun Púlsins í Sandgerði

Í dag var formleg opnun á Púlsinum í Sandgerði en það eru hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson sem ákváðu að láta gamlan draum rætast með því að opna nokkurs konar ævintýrahús þar sem boðið verður upp á margt skemmtilegt. Margt var um manninn en gestum var boðið upp á nýlagað kaffi og svo gengu leikarar klæddir mjög svo skrautlegum klæðnaði um staðinn og buðu fólki salgæti, konfekt og smákökur. Ýmiskonar skemmtiatriði verða í boði í dag en húsið opnaði kl. 14:00 og verður opið hús til kl. 17:00.Í samtali við Víkurfréttir sem komu út sl. fimmtudag segja hjónin að þau muni koma til með bjóða upp á leiklist, söng, afródans, afrótrommunámskeið, dansspuna, orkudans og margt fleira á námskeiðum í Púlsinum en nákvæmar upplýsingar eru á www.pulsinn.is!

Suðurnesjamenn eru hvattir til að líta við í Púlsinum enda frábært framtak í gangi hjá frábæru fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024