Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margt líkt með SpKef og BYR
Föstudagur 22. október 2010 kl. 11:29

Margt líkt með SpKef og BYR


Stofnfjáreigendur SpKef fjölmenntu í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær en boðað hafði verið til undirbúningsfundar að stofnun félags sem fær það hlutverk að vinna að helstu hagsmunum stofnfjáreigenda Spkef.
Fall Sparisjóðsins var reiðarslag fyrir stofnfjáreigendur bankans og samfélagið hér suður með sjó.  Mátti glögglega finna að fundarmönnum var niðri fyrir enda urðu margir þeirra fyrir miklu fjárhagstjóni.

Sveinn Margeirsson frá Félagi stofnfjáreigenda BYR flutti athyglisverða ræðu á fundinum en hann taldi margt líkt með rekstri SpKef og BYR sem fara yrði í saumana á.
„Það er mjög alvarlegt mál fyrir ykkur sem hér búið ef þessi mál verða ekki krufin algjörlega til mergjar. Það er mjög slæmt að lenda í slíkum hamförum, sem ég vil segja að séu manngerð. En það er ennþá verra ef ekki er krufið hvers vegna slíkt gerðist,“ sagði Sveinn m.a. í ræðu sinni. „Það sem við höfum séð í BYR er því miður lýsandi fyrir þá spillingu sem viðgekkst hér á Íslandi. Ég tek það skýrt fram að ég þekki ekki rekstur SpKef til hlítar þannig að ég ætla ekki að fullyrða að svo hafi einnig verið hér. En það sem ég sé nú þegar eftir að hafa skoðað ársreikninga 2007 og 2008 og útgefendalýsingu 2007 að þá svipar því afskaplega mikið til þess sem ég sá í BYR,“ sagði Sveinn ennfremur.

Nánar verður greint frá efni fundarins síðar.

VFmynd/elg - Stofnfjáreigendur SpKef fjölmenntu á fundinn í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024