Margmenni á námskynningu við FS
Fjölbrautaskóli Suðurnesja fékk í dag til sín góða gesti en þar voru fyrrum nemar við FS á ferðinni að kynna það nám sem þeir hafa stundað að loknum fjölbrautaskóla. Eldri nemendur FS gerðu góðan róm að nýrri aðstöðu skólans og þótti mörgum mikið til koma og ekki laust við að gömlu nemarnir, í það minnsta sumir þeirra, hafi villst á leið sinni um skólann.
Margir hverjir sem kynntu nám sitt fyrir fjölbrautaskólanemum í dag eru enn í námi en aðrir komnir á vinnumarkaðinn. Var ekki annað að sjá en að FS-ingar tækju vel í þessa kynningu og var margmenni á sal skólans á meðan kynningunum stóð. Námskynningarnar eru stórgott framtak á vegum FS til þess að kynna fyrir nemendum sínum hvað standi þeim til boða að námi loknu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
VF-myndir/ Jón Björn, [email protected]