Margir vilja til Kanada
Mikið hefur verið að gera hjá starfsfólki Hótels Keflavíkur eftir að fregnir bárust af því að flugfélagið HMY Airways hefði fengið leyfi til farþegaflutninga til Kanada. Steinþór Jónsson hótelstjóri Hótels Keflavíkur og umboðsmaður HMY á Íslandi sagði í samtali við Víkurfréttir að mikið væri hringt og spurt í út í fargjöld: „Síminn hefur ekki stoppað og það eru þrjár manneskjur í því að svara símanum. Fólk hringir mikið til að spyrja um fargjöld og einnig hafa margir viljað panta. Við höfum líka verið að fá mikið af hamingjuóskum. Ég er mjög ánægður með viðtökurnar og viðbrögðin,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.