MARGIR VILJA Í MOA
Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu: Skúli Thoroddsen, Guðbjörn Helgi Ásbjörnsson, Maríus Sævar Pétursson, Snjólaug Einarsdóttir, Björn Baldursson og Magnús B. Jóhannesson úr Reykjanesbæ, Ólafur Kjartansson úr Reykjavík, Bolli R. Valgarðsson og Sighvatur Blöndal úr Kópavogi, Jakob Þór Haraldsson og Erlingur Arnarsson af Seltjarnarnesi, Örn Þórðarson frá Egilsstöðum og Hallur Magnússon, Danmörku. Á fundum Skipulags- og byggingarnefndar hefur formaðurinn, Árni Ingi Stefánsson, nú tvívegis vikið af fundum sökum vanhæfis og er það að mati minnihlutans til eftirbreytni, því þeir sökuðu hann um vanhæfi í afgreiðslu nefndarinnar um fjölnota íþróttahúss á dögunum. Af sömu nefnd er það að frétta, að nýlega lágu fyrir henni tvö erindi sem bera þau skemmtilegu nöfn, Andlit að ofan og Andlit að neðan. Hið fyrra greinir frá hugmynda- og deiliskipulagssamkeppni efri byggðar en hið síðara frá kynningarfundi sem var haldinn í síðasta mánuði og kynntar voru hugmyndir að deiliskipulagi gamla miðbæjarins, hluta Hafnargötu ásamt svæðinu til sjávar.