Margir vilja hætta reykingum
Það er greinilegt að mjög margir vilja hætta að reykja.Valgeir Skagfjörð, leikari og fyrrum stórreykingamaður, hélt mjög fróðlegan fræðslufund í Púlsinum sl.sunnudag og var fjölmennt á fundinum.
Valgeir hefur haldið svona námskeið frá árinu 1998 og séð mjög góðan árangur af þeim. Hann fjallaði á skemmtilegan hátt um þá einföldu leið að hætta reykingum með engri aðstoð nikótínlyfja heldur með því að beita huganum á jákvæðan hátt til þess. Valgeir benti á að nikótínlyf væru einnig mjög óholl og að margir yrðu háðir þeim eftir að tóbaksnotkun er hætt. Varasamt er að ánetjast nitótínvörum því þær eru einnig mjög skaðlegar fyrir æðakerfið.
Þátttakendur fengu með sér heim, nýútkomna bók Valgeirs „Ef ég gat hætt,þá getur þú það!“ en sú bók styður fólk alla leið í því að hætta án allra lyfja. Valgeir mun halda annað námskeið í vor í Púlsinum fyrir tóbaks-og nikótínfíkla, nánar tiltekið sunnudaginn 2.apríl klukkan 15:00.
Skráning er þegar hafin á heimasíðunni www.pulsinn.is og í síma 848 5366.
Valgeir hefur haldið svona námskeið frá árinu 1998 og séð mjög góðan árangur af þeim. Hann fjallaði á skemmtilegan hátt um þá einföldu leið að hætta reykingum með engri aðstoð nikótínlyfja heldur með því að beita huganum á jákvæðan hátt til þess. Valgeir benti á að nikótínlyf væru einnig mjög óholl og að margir yrðu háðir þeim eftir að tóbaksnotkun er hætt. Varasamt er að ánetjast nitótínvörum því þær eru einnig mjög skaðlegar fyrir æðakerfið.
Þátttakendur fengu með sér heim, nýútkomna bók Valgeirs „Ef ég gat hætt,þá getur þú það!“ en sú bók styður fólk alla leið í því að hætta án allra lyfja. Valgeir mun halda annað námskeið í vor í Púlsinum fyrir tóbaks-og nikótínfíkla, nánar tiltekið sunnudaginn 2.apríl klukkan 15:00.
Skráning er þegar hafin á heimasíðunni www.pulsinn.is og í síma 848 5366.