Margir í Ölfusi vilja sameinast Grindavík
Margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi, sem nær yfir Þorlákshöfn og nágrenni vilja skoða sameiningu við Grindavík. Þeir voru spurðir út í möguleika á sameiningu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög í rafrænni kosningu. 49,92% voru ekki hlynntir því að skoða sameiningu en 49,27% voru sammála.
Af 1432 á kjörskrá tóku 617 þátt eða 49,27%. Flestir íbúa Ölfus nefndu Hveragerði sem helsta kost til sameiningar eða 286 en 214 nefndur Grindavík.
Suðurstrandarvegur tengir saman Grindavík og Ölfus. Grindvíkingar hafa hingað til ekki verið á neinum sameiningarbuxum, alla vega ekki við nágranna þeirra á Suðurnesjum. Sameiningarumræða sveitarfélaga á Suðurnesjum kemur iðulega upp en forráðamenn bæjarfélagsins hafa aldrei tekið jákvætt í neina sameiningu.