Margir fylgjast með hljóðmælingum
Fjölmargir hafa lagt leið sína inn á vefsíðu sem birtir í rauntíma hljóðmælingar tengdri flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Frá því vefsíðan var sett upp síðasta sumar hafa yfir 1000 notendur heimsótt síðuna.
Alls eru notendur orðnir 1058 talsins og hafa þeir heimsótt síðuna í 1354 skipti frá 25. júlí 2017 og til áramóta.
Hægt er að gera athugasemdir við einstaka flugvélar ef fólki finnst hávaði frá þeim angra sig og þá er hægt að tilkynna atvikið til Isavia þar sem það er skoðað.
Alls hefur verið kvartað níu sinnum í gegnum kerfið frá því það var tekið í gagnið síðasta sumar.