Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margir á hraðferð í gær
Mánudagur 30. júní 2008 kl. 09:26

Margir á hraðferð í gær

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni eftir hádegi í gær.  Sá er hraðast ók mældist á 134 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Alls hafði lögreglan hendur í hári níu ökumanna vegna hraðakstur á Reykjanesbrautinni í gær. Fjórir þeirra óku of hratt á vinnusvæðinu á mótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar þar sem hámarkshraði er 50 km.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024