Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margir á hraðferð
Mánudagur 20. ágúst 2007 kl. 10:06

Margir á hraðferð

Nokkuð hefur verið um hraðakstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, mest á Reykjanesbrautinni en vel á annan tug ökumanna eiga von á sektum af þeim sökum. Átta ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs í gær og mældist sá sem hraðast ók á 136 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. . Ökumaðurinn sá þarf að sjá á eftir 90 þúsund krónum fyrir vikið og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Til samanburðar er hægt að fara á leik Arsenal – Manchester City fyrir 53.900 krónur eða viku skíðaferð til Davos með Iceland Express fyrir rétt rúmlega sektarfjárhæðina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024