Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margar hendur vinna létt verk
Miðvikudagur 17. apríl 2013 kl. 08:09

Margar hendur vinna létt verk

Umhverfisátak í Reykjanesbæ

Í tilefni að Grænum Apríl ætlar Olís í samvinnu við Reykjanesbæ að gefa íbúum einn svartan ruslapoka á mann og hvetja þannig til umhverfisátaks helgina 20.-21. apríl. Laugardaginn 20. apríl geta íbúar Reykjanesbæjar tekið virkan þátt í verkefninu og komið við á þjónustustöð Olís - Básinn við Vatnsnesveg, en þar er opið frá kl. 7:30-23:30, og fengið þar einn svartan ruslapoka á mann. Næst er svo að ganga um hverfið sitt þessa helgi og týna upp ruslið sem á vegi verður, loka pokanum vandlega þegar hann er fullur og skilja eftir við gangstétt eða þann stað sem hverfisvinir geta nálgast hann.

Mánudaginn 22. apríl tekur þjónustumiðstöðin við ábendingum um hvar poka er að finna í síma 420-3200.  Hverfisvinir fara því næst um bæinn og koma pokunum á réttan stað til förgunar. Margar hendur vinna létt verk og munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024