Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margar góðar hugmyndir á stefnumótunarfundi
Fimmtudagur 19. apríl 2018 kl. 06:00

Margar góðar hugmyndir á stefnumótunarfundi

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hélt stefnumótunarfund með þjóðfundarfyrirkomulagi í síðustu viku. Þjóðfundurinn tókst í alla staði mjög vel og margar góðar hugmyndir komu fram. Meðal þess sem var rætt var það hvernig  Fjölsmiðjan getur eflst og dafnað í framtíðinni.

Þátttakendur í fundinum voru 41 og komu þeir úr mörgum áttum. Nemar Fjölsmiðjunnar tóku þátt, stjórnarmenn og starfsfólk hennar, félagsráðgjafar, fulltrúar frá FS og MSS auk vildarvina Fjölsmiðjunnar. Fundarmenn voru virkilega duglegir að rýna í alla þá þætti sem lagðir voru fyrir þá. Í framhaldinu verður gerð skýrsla með niðurstöðum fundarins og í kjölfar hennar hefst hin eiginlega stefnumótunarvinna. Það var Ingrid Kuhlman frá fyrirtækinu Þekkingarmiðlun hélt utan um framkvæmd fundarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024