Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Már nálgast lágmörkin á HM
Miðvikudagur 1. apríl 2015 kl. 09:18

Már nálgast lágmörkin á HM

Már Gunnarsson sem æfir með ÍRB hefur tekið miklum framförum í vetur og er nú komin nálægt lágmörkum á heimsmeistaramót fatlaðra sem haldir verður í Skotlandi í sumar.

Már sem keppir í flokki S12 (flokki fyrir sundmenn með mjög takmarkaða sjón) synti á 2:46,87 í 200 m fjórsundi á Íslandsmeistaramóti fatlaðra nýverið og er lágmarkið 2:45,00 því vel innan seilingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Innan við viku síðar synti hann 400 m skriðsund á norður ameríska meistaramótinu sem haldið var í Toronto í Kanada á 5:00,33 þar sem lágmarkið er 4:55,00 tími sem einnig er hægt að nálgast hratt.

Már vann til fjögurra gullverðlauna í Toronto og stóð sig mjög vel á fyrsta stóra alþjóðlega mótinu sínu og vakti nokkra athygli fyrir góðan árangur. Loka tilraun Más til að ná lágmörkum á HM verður í Berlín í lok apríl þar sem hann mun keppa á opna þýska meistaramótinu fyrir fatlaða sundmenn.

Með í för á það mót verður Eðvarð Þór þjálfari hans sem hefur unnið frábært starf með Má undafarna mánuði.