Mannvirki á Reykjanesi rjúka upp
Á vef Hitaveitu Suðurnesja er hægt að fylgjast með uppbyggingu Reykjanesvirkjunar í rauntíma. Mannvirki á svæðinu eru að taka á sig endanlega mynd, eins og sést á meðfylgjandi mynd úr vefmyndavél af svæðinu.
Reykjanesvirkjun er stærsta verkefnið sem HS hefur ráðist í og má reikna með að heildarkosnaður verkefnisins verði á bilinu 9 til 10 milljarðar
Orkuverið á Reykjanesi kemur til með að framleiða 100 MW af rafmagni með því að nýta jarðgufu úr jarðgeymi þar sem hitastig er frá 290 til 320°C og má reikna með að hver hola komi til með að skila frá 9 til 13 MW af rafafli. Ekki hefur áður verið reynt að nýta svo heita gufu til slíks verkefnis og má því segja að hið nýja orkuver verði hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Notast verður við háan inntaksþrýsting við framleiðsluna til að losna við útfellingar en hætt er við að vatnsdropar í öftustu þrepum hverflanna auki hættu á sliti. HS hefur því fest kaup á tveimur 50 MW tvístreymishverflum frá Fuji Electric í Japan en slíkir hverflar minnka gufuhraðann og þar með minnkar hættan á sliti. Svo gufumökkur haldist í algjöru lágmarki verður notaður sjókældur gufuþéttir.
Slóðin á vefmyndavélina er:
http://www.hs.is/default.asp?WMFN=HSReykjanes_vefmynd&WMFT=D&WPG=hsreykjanes&WPHSFrettirMenu=5&WPhsmainlinks=3&WPHSReykjanes=10
Reykjanesvirkjun er stærsta verkefnið sem HS hefur ráðist í og má reikna með að heildarkosnaður verkefnisins verði á bilinu 9 til 10 milljarðar
Orkuverið á Reykjanesi kemur til með að framleiða 100 MW af rafmagni með því að nýta jarðgufu úr jarðgeymi þar sem hitastig er frá 290 til 320°C og má reikna með að hver hola komi til með að skila frá 9 til 13 MW af rafafli. Ekki hefur áður verið reynt að nýta svo heita gufu til slíks verkefnis og má því segja að hið nýja orkuver verði hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Notast verður við háan inntaksþrýsting við framleiðsluna til að losna við útfellingar en hætt er við að vatnsdropar í öftustu þrepum hverflanna auki hættu á sliti. HS hefur því fest kaup á tveimur 50 MW tvístreymishverflum frá Fuji Electric í Japan en slíkir hverflar minnka gufuhraðann og þar með minnkar hættan á sliti. Svo gufumökkur haldist í algjöru lágmarki verður notaður sjókældur gufuþéttir.
Slóðin á vefmyndavélina er:
http://www.hs.is/default.asp?WMFN=HSReykjanes_vefmynd&WMFT=D&WPG=hsreykjanes&WPHSFrettirMenu=5&WPhsmainlinks=3&WPHSReykjanes=10